Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Þátttakendur á Evrópuleikum 2023

15.06.2023

 

Evrópuleikarnir fara fram í Kraków-Malopolska í Póllandi dagana 21. júní til 2. júlí næstkomandi. Búist er við um 7.000 keppendum á leikunum frá 48 Evópuþjóðum en keppt verður í 29 íþróttagreinum. Keppnin fer fram í 11 borgum og bæjum í Malopolska héraðinu í Póllandi og verður keppnin því ansi dreifð og langt á milli keppnisstaða í sumum tilfellum. Leikarnir eru verkefni Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC).

ÍSÍ sendir átta keppendur til leikanna til keppni í fimm íþróttagreinum, þ.e. badminton, bogfimi, skotíþróttum, skylmingum og taekwondo. Einnig fara þjálfarar og fararstjórn á vegum ÍSÍ og viðkomandi sérsambanda, til leikanna.
Listi yfir þátttakendur Íslands á leikunum.

Evrópubikar í frjálsíþróttum fer fram í Póllandi, sem hluti af Evrópuleikunum, en mótið er þó alfarið í höndum Evrópska frjálsíþróttasambandsins og í mörgu óháð annarri framkvæmd Evrópuleikanna. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt lista yfir keppendur þeirra í Evrópubikarmótinu.

Heimasíða Evrópuleikanna.

Mynd/EG2023

Myndir með frétt