Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Friðareldur Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar (EYOF) tendraður

03.06.2023

 

Á síðasta miðvikudag var friðareldur Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar (EYOF) tendraður, en hátíðin fer fram í Maribor í Slóveníu í júlí í sumar. Friðareldurinn var tendraður við Ara Pacis altarið í Róm á Ítalíu.

Spyros Capralos, forseti Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC), afhenti forseta Slóvensku Ólympíunefndarinnar, Franjo Bobinac, og borgarstjóra Maribor, Aleksander Saša Arsenovič, (EOC) ólífutréð og friðareldinn, en þessir hlutir eru tákn um friðsamlega og heiðarlega keppni. Ara Pacis altarið var byggt sem tákn friðar og einingar.

Um 50 dagar eru til setningarhátíðarinnar sem verður haldin 23. júlí næstkomandi. Líney Rut Halldórsdóttir, ráðgjafi ÍSÍ og meðstjórnandi í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) var viðstödd tendrunina sem fulltrúi EOC.

Nú gengur í garð sautjánda sumarið sem Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) fer fram, en eins og áður sagði verður keppnin haldin í Maribor í Slóveníu, á milli 23. og 29. júlí, þar sem meira en 3.600 íþróttamenn keppa í ellefu íþróttagreinum, þar á með fjölmörg íslensk ungmenni.

Myndir með frétt