Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Gott ársþing UÍF

01.06.2023

 

Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar var haldið í Vallarhúsinu, Ólafsfirði miðvikudaginn 31. maí síðastliðinn.  Óskar Þórðarson formaður UÍF var þingforseti og leysti það verkefni vel.  22 þingfulltrúar af 31 voru mættir til þings að þessu sinni.  Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og voru flestar samþykktar m.a. um breytingar á lottóúthlutun. 

Undir önnur mál var kynning nefndar á stöðuskýslu um stefnumótun í íþróttamálum innan UÍF og sveitarfélagsins.  Í nefndinni eiga sæti aðilar frá UÍF og aðildarfélögum og einnig fulltrúar frá sveitarfélaginu.  Mikill samhljómur er meðal nefndarmanna um leiðir í þessu samhengi og verður fróðlegt að sjá hvernig stefnan mun svo líta út þegar hún verður klár. 

Stjórn UÍF skipa nú, Óskar Þórðarson formaður, Eva Björk Ómarsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Kristján Hauksson og Anna Þórisdóttir.  Varamenn eru Jón Garðar Steingrímsson og Sigurlaug Guðjónsdóttir.  Starfsmaður stjórnar er Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir.  Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á Stjórnsýslusviði ÍSÍ.  Á myndinni er Óskar Þórðarson formaður UÍF og jafnframt þingforseti þessa ársþings.