Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ráðherrafundur á Möltu

29.05.2023

 

Lengi hefur verið hefð að íþróttamálaráðherrar allra smáþjóðanna hittist á fundi í tengslum við Smáþjóðaleika hverju sinni. Í dag, 29. maí, fór slíkur fundur fram og var Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, viðstaddur fundinn ásamt Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ.

Á fundinum var rætt um afreksíþróttafólk í smáþjóðunum og skilning á þeirra aðstæðum og áskorunum sem það mætir. Einnig var rætt um grasrótarstarf íþróttahreyfinganna í hverju landi. Ásmundur Einar tók til máls undir báðum efnisliðum, eftir áhugaverða framsögu frá fulltrúum Möltu á fundinum.

Ásmundur Einar, mennta- og barnamálaráðherra, mun ásamt föruneyti fylgjast með íslensku keppendunum á Smáþjóðaleikunum næstu tvo daga. Með honum í för er Erna Kristín Blöndal ráðuneytisstjóri, Sóley Ragnarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Örvar Ólafsson sérfræðingur í ráðuneytinu.

Á myndinni má sjá alla ráðherra íþróttamála ásamt forsetum viðkomandi Ólympíunefnda, Spyros Capralos forseta Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) og Hasan Arat meðstjórnanda EOC.