Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Aðalfundur GSSE 2023 á Möltu

29.05.2023

 

Í dag fór fram aðalfundur GSSE sem eru samtök þeirra níu smáþjóða sem standa að Smáþjóðaleikunum. 

Fulltrúar Íslands á fundinum voru Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Olga Bjarnadóttir 2. varaforseti ÍSÍ og fulltrúi ÍSÍ í tækninefnd leikanna og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ. Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi ÍSÍ og meðstjórnandi í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) var fulltrúi EOC á fundinum.

Rætt var um leikana sem nú eru nýhafnir, næstu leika sem verða haldnir í Andorra árið 2025 og leikana 2027 sem fara fram í Mónakó en gestgjafar kynntu m.a. drög að keppnisgreinum. Tækninefnd leikanna mun skoða þau drög og verða þau til umfjölunnar á næsta fundi GSSE. Þá var samþykkt að Lúxemborg haldi leikana árið 2029. 

Jean-Pierre Schoebel, formaður tækninefndar GSSE flutti skýrslu tækninefndar. Hann var jafnframt endurkjörinn formaður tækninefndar GSSE til næstu tveggja ára, en hann var einn í framboði.

Kosið var um framkvæmdastjóra GSSE. Tveir voru í framboði, þeir Kevin Azzopardi frá Möltu og Mathias Raymond frá Mónakó sem sigraði kosninguna með fimm atkvæðum gegn fjórum. 

Farið var yfir stöðu vinnuhópa sem hafa verið að skoða framtíð leikanna, áherslur og samskipti við Evrópusamband Ólympíunefnda.

Líney Rut var með framsögu á fundinum þar sem hún fjallaði um stefnu EOC til ársins 2030.

Samþykkt var að boða til fundar GSSE í tengslum við aðalfund EOC sem fram fer síðar á árinu til að ræða áfram um framtíð leikanna og helstu áherslur.

Á myndinni eru fulltrúar Íslands á fundinum í dag.