Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Hafsteinn Pálsson sæmdur gullmerki Júdósambands Íslands

24.05.2023

 

Ársþing Júdósambands Íslands (JSÍ)  fór fram 21. maí síðastliðinn. Níu félög áttu seturétt á þinginu en átta félög mættu til þings með alls átján atkvæði. Þrjár tillögur lágu fyrir þinginu og má sjá umfjöllun um nefndarálit, tillögur og atkvæðagreiðslur í fundargerð þingsins.

Jóhann Másson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn eru Ari Sigfússon, Arnar Freyr Ólafsson, Ásgeir Erlendur Ásgeirsson, Daníela Daníelsdóttir,  Gísli Egilsson og Karen Rúnarsdóttir.

Í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins þá var tveimur einstaklingum veitt gullmerki sambandsins, þeim Hafsteini Pálssyni, formanni Heiðursráðs ÍSÍ og meðstjórnanda í framkvæmdastjórn ÍSÍ og Jóni Ögmundi Þormóðssyni. Báðir voru þeir viðstaddir stofnfund JSÍ árið 1973, Hafsteinn sem fulltrúi ÍSÍ og Jón Ögmundur sem fulltrúi júdódeildar Glímufélagsins Ármanns.

Meðfylgjandi er mynd af þeim Hafsteini og Jóni og einnig skemmtileg mynd frá stofnfundi sambandsins fyrir 50 árum.

Myndir með frétt