Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

EOC Seminar 2023

19.05.2023

 

Árlegur fundur Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC), sem kallast EOC Seminar, fór fram í París í Frakklandi dagana 12. til 13. maí sl. Fulltrúar ÍSÍ á fundinum voru Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ.

Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi ÍSÍ og stjórnarmaður í EOC sat einnig fundinn og flutti þar m.a. skýrslu um Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og stjórnaði umræðum. Líney Rut er formaður EOC EYOF Commission sem ber ábyrgð á þessum verkefnum.

Á EOC Seminar fundum er farið yfir alla helstu málaflokka og verkefni sem tengjast samtökunum og Ólympíuhreyfingunni. Farið var yfir ýmis stefnumál og fluttar stöðuskýrslur frá Heimssambandi Ólympíunefnda (ANOC) og Alþjóðaólympíunefndinni (IOC). Á fundinum voru fróðleg erindi um sjálfbærni, stefnumótun EOC, kynjajafnrétti og flóttamenn og íþróttaþátttöku þeirra. Þá var umfjöllun um Heimsstrandaleika ANOC, Ólympíuleikana í París 2024 og á Ítalíu 2026, Evrópuleika og Smáþjóðaleika, svo eitthvað sé nefnt.

Samhliða þessum viðburði héldu fulltrúar Norðurlanda fund um sameiginlega þætti og eins var fundað með þeim þjóðum sem standa að Smáþjóðaleikum Evrópu, en aðalfundur þeirra samtaka verður haldinn á næstunni.

 

Myndir með frétt