Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ársþing BTÍ

16.05.2023

 

Ársþing Borðtennissambands Íslands fór fram í fundasal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, laugardaginn 13. maí.   Alls 37 þingfulltrúar frá 12 félögum hafa rétt til setu á þinginu sem fulltrúar 12 félaga, en 18 þeirra mættu á ársþingið.  Farið var yfir hefðbundin þingstörf og mun vera hægt að nálgast fundargerð þingsins hér, þegar hún verður klár.  Hér má finna upplýsingar um ársskýrslu, ársreikninga og fjárhagsáætlun stjórnar.  

Þrjár breytingartillögur á keppnisreglum voru lagðar fyrir þingið og voru þær allar samþykktar.  Nánari upplýsingar um þær má finna hér.

Kosið var um tvo stjórnarmenn að þessu sinni.  Guðrún Gestsdóttir og Már Wolfgang Mixa komu inn í stað Önnu Sigurbjörnsdóttur og Kára Mímissonar. Ekki var kosið til formanns BTÍ að þessu sinni.  Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er formaður BTÍ en hún var kjörin formaður í fyrra til tveggja ára.  Sama má segja um Ingimar Ingimarsson og Sigurjón Ólafsson sem kjörnir voru í stjórn í fyrra til 2ja ára.  

Á meðfylgjandi mynd má sjá nýja stjórn ásamt Valdimar Leó Friðrikssyni, framkvæmdastjóra BTÍ. Guðrún og Már Wolfgang voru fjarverandi en voru á símamynd.