Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ársþing KÍ

12.05.2023

 

Klifurþing KÍ var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal miðvikudaginn 3.maí síðasliðinn.  Þingið sóttu rúmlega tuttugu manns og voru störf nokkuð hefðbundin. Engar breytingartillögur voru lagðar fram en Bjarnheiður Kristinsdóttir tók að sér að vera þingforseti og Inga Hrund Gunnarsdóttir þingritari.

Manuela Magnúsdóttir var endurkjörin formaður til 2025.  Vikar Hlynur Þórisson var einnig endurkjörinn í stjórn. Friðrik Már Friðriksson kom nýr inn í stjórn og mun taka að sér gjaldkerahlutverkið.  
Helen Hannesdóttir og Ólafur Hrafn Nielsen voru ekki í kjöri og sitja til næsta þings sem verður árið 2024.

Jóhann Haraldsson, yfirdómari KÍ, ávarpaði þingið og fór yfir stöðu dómaramála á Íslandi.  Heiðursviðurkenning KÍ 2023 var afhent og hlaut hana Jón Viðar Sigurðsson.  Jón Viðar hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu klifurs á Hnappavöllum og verið drifkrafur þeirra síðustu áratugi.  Fyrir hönd ÍSÍ mætti Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri í stutta heimsókn. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá nýja stjórn, Manuelu Magnúsdóttur, formann, ásamt mynd af Jóni Viðari, sem hlaut heiðursviðurkenningu KÍ og svo þingforseta og þingritara saman.  

Bent er á facebook síðu Klifursambandsins fyrir frekari upplýsingar.

Myndir með frétt