Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

„Þetta skiptir miklu máli og sýnir ákveðinn gæðastandard“

28.04.2023

 

Ungmennafélag Selfoss fékk endurnýjun viðurkenninga félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi félagsins í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn.  Allar deildir félagsins ásamt aðalstjórn fengu viðurkenningar að þessu sinni.  Það var Olga Bjarnadóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem afhenti forystuaðilum félagsins viðurkenningarnar. 

Á myndinni frá vinstri eru Guðmundur Pálsson formaður sunddeildar, Hjalti Jón Kjartansson formaður frjálsíþróttadeildar, Ófeigur Leifsson formaður taekwondodeildar, Daníel Leó Ólason formaður júdódeildar, Þórir Haraldsson formaður handknattleiksdeildar, Fannar Karvel Steindórsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar, Ragnheiður Brynjólfsdóttir formaður mótokrossdeildar, Helgi Sigurður Haraldsson formaður Ungmennafélags Selfoss, Sigrún Ýr Magnúsdóttir framkvæmdastjóri fimleikadeildar og Olga Bjarnadóttir..

„Félagið hefur verið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ til margra ára og skiptir það félagið miklu að geta vísað í á einum stað, stefnur, markmið, þjálfunaraðferðir og fleira sem tengist starfinu.  Þetta er afar mikilvægt og sýnir ákveðinn gæðastandard gagnvart starfsfólki, foreldrum, iðkendum og styrktar- og stuðningsaðilum.  Þetta er tvímælalaust gæðastimpill og fyrir okkur skiptir þetta enn meira máli þar sem í samningum okkar við sveitarfélagið Árborg er ákvæði um frekari stuðning ef félagið er með þennan gæðastimpil“ sagði Helgi Sigurður Haraldsson formaður félagsins af þessu tilefni.