Íþróttamannanefnd ÍSÍ - kosningafundur 2. maí
Íþróttamannanefnd ÍSÍ stendur fyrir kosningafundi þriðjudaginn 2. maí í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Eftirfarandi hafa boðið sig fram til kjörs í Íþróttamannanefnd ÍSÍ fyrir næstu tvö ár;
Anton Sveinn Mckey – Sund
Dominiqua Alma Belanyi – Fimleikar
Kári Mímisson - Borðtennis
Kristín Þórhallsdóttir – Kraftlyftingar
Sif Atladóttir - Knattspyrna
Sigurður Már Atlason – Dans
Sigrún Agatha Árnadóttir – Íshokkí
Í Íþróttamannanefnd ÍSÍ skulu sitja fimm meðlimir.
Hvert sérsamband getur einungis átt einn fulltrúa í nefndinni á hverju starfstímabili nefndarinnar.
Hvert sérsamband hefur tvö atkvæði á kjörfundinum, eitt fyrir íþróttakonu og eitt fyrir íþróttamann sem uppfylla kröfur reglugerðar ÍSÍ um Íþróttamannanefnd ÍSÍ.
Samkvæmt lögum ÍSÍ á Íþróttamannanefnd ÍSÍ rétt á einum fulltrúa í framkvæmdastjórn ÍSÍ með full réttindi. Sá fulltrúi skal kosinn af Íþróttamannanefnd ÍSÍ og hljóta staðfestingu Íþróttaþings ÍSÍ.
Ásdís Hjálmsdóttir hefur gegnt formennsku í Íþróttamannanefndinni og setið í framkvæmdarstjórn ÍSÍ fyrir hönd nefndarinnar. Ásdís og Guðlaug gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í nefndinni.
Meðlimir núverandi nefndar eru:
Anton Sveinn Mckey - sund
Ásdís Hjálmsdóttir - frjálsíþróttir
Dominiqua Alma Belanyi - fimleikar
Guðlaug Edda Hermannsdóttir - þríþraut
Sigurður Már Atlason - dans