Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

ÍSÍ með kennslu í Hólaskóla

28.04.2023

 

Nemendur Hestafræðideildar Háskólans á Hólum fengu fræðslu á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í skólanum á Hólum fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn. Meðal þess sem fjallað var um var hlutverk og uppbygging íþróttahreyfingarinnar, helstu stefnur ÍSÍ og ekki síst um menntun íþróttaþjálfara og kröfur til þeirra. 

Fræðslan er liður í mati á námi nemenda við skólann inn í menntakerfi ÍSÍ fyrir íþróttaþjálfara.  Það var Viðar Sigurjónsson á stjórnsýslusviði ÍSÍ sem sá um kennsluna eins og undangengin ár. 

Á myndinni eru nemendur Hestafræðideildar glaðbeittir að fræðslunni lokinni.