Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Heiðrun á héraðsþingi HSH

28.04.2023

 

Héraðsþing Héraðssambands Snæfellsnes og Hnappadalssýslu var haldið að Lindartungu, laugardaginn 22. apríl sl. Þingforseti var Kristján Magnússon.  Á þingið voru mættir 23 fulltrúar af 40 fulltrúum.  
Kosið var í stjórn HSH.  Formaður var kjörinn Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson og aðrir í stjórn verða Garðar Svansson, Berglind Long, Kristfríður Rós Stefánsdóttir, og Laufey Bjarnadóttir.  Varastjórn verður Þórhalla Baldursdóttir, Ragnar Smári Guðmundsson, Hildur Þórsdóttir og Jón Pétur Pétursson. 

Farið var yfir hefðbundin mál s.s. skýrslu stjórnar, ársreikninga og fjárhagsáætlun.  Þá var Rebekka Rán Karlsdóttir valin íþróttamaður HSH árið 2022 en hún spilar körfuknattleik með Snæfelli frá unga aldri.  Eftirtaldir fengu viðurkenningu fyrir góð störf:
Rebekka Rán Karlsdóttir: Körfuboltamaður HSH 2022
Aðalheiður Lára Gunnarsdóttir: Skotíþróttamaður HSH 2022
Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir: Hestaíþróttamaður HSH 2022
Sigurþór Jónsson: Kylfingur HSH 2022
Konráð Ragnarsson: Knattspyrnumaður HSH 202
Skíðafélag Snæfellsnes: Vinnuþjarkur HSH 2022

Þá var 100 ára afmæli HSH, árið 2022, fagnað með köku og góðum veitingum. 

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri, mætti á þingið fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði.  Hann var einnig mættur til þess að sæma Guðmund M Sigurðsson Gullmerki ÍSÍ en Guðmundur hefur unnið frábært starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á svæðinu.

Bent er á heimasíðu HSH fyrir frekari upplýsingar.

Myndir með frétt