Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Fundir forseta ÍSÍ með formönnum sambandaðila ÍSÍ

28.04.2023
 
 
Forseti ÍSÍ hélt í vikunni fjarfundi með formönnum bæði sérsambanda og íþróttahéraða. 
Á dagskrá þessara funda voru þær tillögur sem liggja fyrir 76. Íþróttaþingi ÍSÍ sem verður haldið dagana 5. og 6. maí næstkomandi. Margar mikilvægar tillögur liggja fyrir þinginu, svo sem um fækkun fulltrúa á Íþróttaþingi, skiptingu lottófjár og starfsstöðvum á landsvísu.
 
Formaður og framkvæmdastjóri UMFÍ sátu einnig fundinn með íþróttahéruðum, ekki síst til að fylgja eftir tillögu um starfsstöðvar á landsvísu og tillögu um breytingu á skiptingu lottófjár þar sem stjórnir ÍSÍ og UMFÍ eru samstiga um tilgang og innihald tillagnanna, með framgang íþróttahreyfingarinnar í heild að leiðarljósi.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tilefni og má sjá Andra Stefánsson, framkvæmdastjóra ÍSÍ, Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ, Jóhann Steinar Ingimundarson, formann UMFÍ og Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ samankomin. 

Myndir með frétt