Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Góðir gestir í heimsókn í Íþróttamiðstöðina í Laugardal!

27.04.2023

 

Síðasta þriðjudag, þann 25.apríl, komu góðir gestir í heimsókn í Íþróttamiðstöðina í Laugardal.  Voru það stjórnarmenn Héraðssambandsins Skarphéðins frá Selfossi (HSK) sem mætt voru í Laugardalinn til að halda stjórnarfund sinn í nýuppgerðum fundarsal ÍSÍ en einnig til að heimsækja Íþrótta- og Ólympíusamband ÍSlands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) í sömu bæjarferð.  


Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, tók á móti hópnum og sýndi þeim skrifstofu ÍSÍ og húsakynnin í Laugardalnum. Hópurinn hitti einnig Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ, og Gunnar Bragason, gjaldkera ÍSÍ. 
Að stjórnarfundi loknum  lá svo leið þeirra til UMFÍ, þar sem  Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður, og Ragnheiður Högnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ, tóku á móti hópnum í nýjum höfðustöðvum UMFÍ.  

ÍSÍ þakkar HSK fyrir heimsóknina og óskar þeim góðs gengis í verkefnunum sem framundan eru.

Myndir með frétt