Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Formannsskipti á 44. Héraðsþingi HHF

26.04.2023

 

Héraðsþing Héraðssambands Hrafna-Flóka var haldið þriðjudaginn 18.apríl sl. Þingið var haldið á Hópinu á Tálknafirði og var vel mætt. Ingi Þór Ágústsson, úr framkvæmdastjórn, mætti fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði þingið.  Farið var yfir hefðbundin störf, ársreikninga og skýrslu stjórnar auk þess sem nokkrar breytingartillögur lágu fyrir.

Kosið var um nýjan formann og var það Birna Friðbjört S. Hannesdóttir sem var kjörin, en hún sinnir einnig formennsku hjá Íþróttafélaginu Herði á Patreksfirði.   
Gunnþórunn Bender var einnig kosin inn í aðalstjórn og Elfar Steinn Karlsson, kemur nýr í varastjórn. 
Í aðalstjórn verða því Birna, Gunnþórunn og Sveinn Jóhann Þórðarson, sem heldur áfram sem gjaldkeri. Í varastjórn verða Elfar Steinn Karlsson, Heiðar Jóhannsson og Marion Worthmann, sem er fráfarandi formaður.  

Þá var Marion var sæmd starfsmerki UMFÍ fyrir framlag sitt í þágu íþróttastarfsins á svæðinu.  

Á myndinni má sjá Birnu og Marion við formannsskiptin.