Frambjóðendur á 76. Íþróttaþingi ÍSÍ
76. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Ólafssal í Íþróttamiðstöðinni Ásvöllum í Hafnarfirði, 5. og 6. maí nk.
Á þinginu verður kosið um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára.
Skilafrestur framboða í ofangreind embætti rann út föstudaginn 16. apríl sl. Til að framboð teljist löglegt skal eitt ólympískt sérsamband og eitt héraðssamband/íþróttabandalag hafa lýst yfir stuðningi við framboðið.
Kjörnefnd, sem kosin var á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ 2021 hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Fjögurra ára kjörtímabili eftirtalinna sjö meðstjórnenda í framkvæmdastjórn lýkur á þinginu:
Gunnar Bragason gjaldkeri,
Ingi Þór Ágústsson
Knútur G. Hauksson
Hafsteinn Pálsson,
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
Olga Bjarnadóttir
Ása Ólafsdóttir - sagði sig úr stjórn ÍSÍ á miðju kjörtímabili.
Þrjú ofangreindra gefa áfram kost á sér en heildarlisti frambjóðenda er svohljóðandi (í stafrófsröð):
Daníel Jakobsson (SKÍ/HSV)
Elsa Nielsen (BSÍ/UMSK)
Hafsteinn Pálsson (KSÍ/UMSK)
Hannes S. Jónsson (KKÍ/UMSK)
Hjördís Guðmundsdóttir (KSÍ/ÍBR)
Hörður Oddfríðarson (SSÍ/ÍBR)
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir (KSÍ/ÍBR)
Olga Bjarnadóttir (FSÍ/HSK)
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (GSÍ/ÍA)
Kosið verður um forseta og sjö meðstjórnendur til fjögurra ára á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2025.