Hjólað í vinnuna 2023
Opnað verður fyrir skráningar í Hjólað í vinnuna 2023 miðvikudaginn 19. apríl. Sjálf keppnin hefst 3. maí nk. og stendur yfir í um 3 vikur eða til 23. maí.
Liðsmenn og liðsstjórar eru hvattir til þess að huga að liðunum sínum og skráningum á sér og sínum með góðum fyrirvara. Þó verður hægt að skrá lið og einstaklinga til leiks hvenær sem er, á meðan verkefnið stendur yfir.
Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á öðrum samgöngumöguleikum en einkabílnum, sem stuðla að heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta fyrir þátttakendur og samfélag. Þátttakendur eru því hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert.
Aðalkeppni Hjólað í vinnuna snýst um að fá sem flesta með í verkefnið og þá skiptir máli að hjóla sem oftast og skrá fjölda ferða en ekki kílómetrafjölda. Þeir sem vilja keppa um hjólalengd í kílómetrum gera það í kílómetrakeppninni.
Allir geta tekið þátt í verkefninu og starfsstöðvar mega vera í heimahúsi. Ef sú er raunin er auðvelt að finna sér hjólaleið sem samsvarar ímyndaðri vegalengd til og frá vinnu og hjóla hana í byrjun og lok vinnudags.
Við hvetjum alla til að fara að huga að hjólunum sínum og undirbúa hjólasumarið!
Nánari upplýsingar má finna á Hjólum í vinnuna!