Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Formannsskipti á þingi HNÍ

14.04.2023

 

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands (HNÍ) var haldið þriðjudaginn 4.apríl sl. Dagskrá var hefðbundin og að auki var fyrrum formanni HNÍ, Evu Sæland, þakkað samstarfið og afhent þakkargjöf. Þingið var fremur fámennt en sjö buðu sig fram í stjórn og tveir í formannsstólinn.  Nýr formaður var kosinn Jón Lúðvíksson og með honum í stjórn verða: 
Varaformaður: Kjartan Valur Guðmundsson
Gjaldkeri: Þórarinn Hjartarson
Ritari: Sævar Ingi Rúnarsson
Meðstjórnandi: Arnór Már Grímsson

Bent er á heimasíðu Hnefaleikasamband Íslands fyrir frekari upplýsingar.