Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

„Nú getum við unnið markvisst að betra og öflugra íþróttastarfi“

31.03.2023

 

Golfklúbburinn Oddur fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á ársþingi Ungmennasambands Kjalarnesþings sem var haldið í félagsheimili Odds fimmtudaginn 30. mars síðastliðinn.  Það voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu, þau Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ, Garðar Svansson og Olga Bjarnadóttir, öll úr framkvæmdastjórn, sem afhentu þeim Kára Sölmundarsyni formanni félagsins og Hrafnhildi Guðjónsdóttur íþróttastjóra viðurkenninguna.  Á myndinni eru frá vinstri, Olga Bjarnadóttir, Kári Sölmundarson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Hafsteinn Pálsson og Garðar Svansson.

„Þetta var stór dagur fyrir Golfklúbbinn Odd.  Undirbúningurinn hefur tekið nokkurn tíma og undirstrikar viðurkenningin það góða starf sem við vinnum í klúbbnum.  Nú getum við unnið markvisst að betra og öflugra íþróttastarfi eftir kröfum ÍSÍ til íþróttafélaga.  Bjartir tímar eru framundan og við hjá GO tökum stolt við þessari gæðaviðurkenningu frá ÍSÍ“ sagði Hrafnhildur Guðjónsdóttir íþróttastjóri félagsins af þessu tilefni.