Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Heiðranir á þingi KKÍ

30.03.2023

 

Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir fékk á síðasta ársþingi KKÍ, sem haldið var laugardaginn 25.mars, afhent Gullmerki ÍSÍ fyrir frábær störf og aðkomu sína að körfuboltastarfinu á Íslandi.  Gullmerkið fékk hún fyrir störf sín sem varaformaður KKÍ frá 2006 auk þess sem hún hefur verið öflugur málsvari körfuknattleiks. Hún hefur einnig unnið mikið á vettvangi ÍSÍ sem og í alþjóðlega körfuboltanum með Hannesi S. Jónssyni, fyrrverandi formanni sambandsins.  Eins og áður hefur komið fram af fréttum eftir ársþingið, urðu þær breytingar að Hannes sagði af sér sem formaður á fyrsta fundi stjórnar og hefur Guðbjörg nú tekið við sem formaður KKÍ til næsta ársþings, sem verður árið 2025.

Jón Bender, stjórnarmaður í KKÍ til margra ára, fékk afhent Silfurmerki ÍSÍ.  Jón hefur unnið sérstaklega að eflingu dómaramála undanfarin 20 ár og í hans störfum fyrir KKÍ hefur faglegt starf dómara verið aukið til muna og fleiri koma nú að dómgæslu en áður. 

Einar Karl Birgisson, sem setið hefur í stjórn KKÍ síðastliðin ár, fékk einnig afhent Silfurmerki ÍSÍ en hann lætur nú af stjórnsetu eftir 10 ár.

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Hafsteinn Pálsson, 2.varaforseti stjórnar mættu á þingið fyrir hönd ÍSÍ og afhentu þessu heiðursfólki Gull- og Silfurmerkin!  ÍSÍ óskar þeim innilega til hamingju með viðurkenningarnar!

 

Myndir með frétt