105. ársþing USAH
105. ársþing USAH fór fram fimmtudaginn 23. mars í Húnaskóla á Hvammstanga. Þingið gekk vel fyrir sig en fyrir lágu breytingartillögur og samþykktir auk hefðbundinna þingstarfa. Fyrir hönd ÍSÍ var mættur Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri, en hann ávarpaði þingið og afhenti viðurkenningar fyrir Fyrirmyndarfélög ÍSÍ; Júdófélagið Pardus fékk sína fyrstu viðurkenningu, Skotfélagið Markviss fékk endurnýjun á sína, en félagið fékk sína fyrstu árið 2016, og loks fékk USAH viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ, eins og fram hefur komið hér í fréttum á heimasíðu ÍSÍ.
Litlar breytingar urðu á stjórn USAH en Auður Ingimundardóttir var sú eina sem ekki gaf kost á sér áfram og kom inn í hennar stað Ingvar Björnsson, sem áður var varamaður. Meiri breytingar urðu á varastjórn USAH þar sem 3 gáfu ekki áframhaldandi kost á sér. Eftirfarandi aðilar halda áfram; Lára Dagný Sævarsdóttir, Grímur Rúnar Lárusson, Greta Björg Lárusdóttir, Garðar Smári Óskarsson og Valtýr Sigurðsson. Í ritnefnd Húnavökuritsins kemur nýr inn Jón Ólafur Sigurjónsson í stað Inga Heiðmars Jónssonar.
Meðfylgjandi myndir eru af þinginu og má m.a. sjá þegar Andri Stefánsson afhenti Jóni B. Kristjánsson, formanni Markviss, viðurkenninguna fyrir Fyrirmyndarfélag og með þeim er Snjólaug M. Jónsdóttir, formaður USAH. Einnig þegar Andri afhendir Snjólaugu viðurkenningu fyrir Fyrirmyndarhérað USAH.
Nánari upplýsingar og fleiri myndir má finna inn á heimasíðu USAH.