Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
7

Héraðsþing HSK

27.03.2023

 

Héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins var haldið á Hellu fimmtudaginn 23. mars og var mjög vel sótt en um 110 manns mættu.  Þingið var nokkuð hefðbundið og var farið yfir þinggögn og tillögur.  Fyrir hönd ÍSÍ voru mættir Gunnar Bragason, gjaldkeri og Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn.  ÍSÍ sæmdi hjónin Katrínu Aðalbjörnsdóttur og Óskar Pálsson úr Golfklúbbnum Hellu gullmerki ÍSÍ og var Gestur Einarsson sæmdur silfurmerki ÍSÍ.  Héraðssambandið veitti einnig nokkur sérverðlaun og hlaut Körfuknattleiksfélag Selfoss unglingabikar HSK, Hestamannafélagið Geysir fékk foreldrastarfsbikarinn og Garðar Garðarsson var valinn öðlingur ársins.

Ekki þurfti að kjósa í nýja stjórn Héraðsambandsins Skarphéðins þar sem allir stjórnar- og varastjórnarmenn gáfu kost á sér áfram.  Formaður er Guðríður Aadnegard.  Ársskýrslu má finna á vefsíðu www.hsk.is.

Hefð er fyrir því að val á íþróttafólki HSK sé kunngjört á þinginu.  Kylfingurinn Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss var útnefnd íþróttakona ársins 2022 og júdómaðurinn Egill Blöndal úr Umf. Selfoss útnefnd íþróttamaður 2022 hjá HSK.
Meðfylgjandi mynd er af íþróttafólki HSK, þeim Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur og Agli Blöndal.