„Viðurkenningin hefur skýrt verkferla og viðbrögð stjórnar og sjálfboðaliða“
24.03.2023
Skotfélagið Markviss fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á ársþingi USAH fimmtudaginn 23. mars síðastliðinn. Það var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhenti Jóni B. Kristjánssyni formanni félagsins viðurkenninguna. Á myndinni eru Andri Stefánsson, Jón B. Kristjánsson og Snjólaug M. Jónsdóttir, formaður USAH.
„Viðurkenningin hefur skýrt verkferla og viðbrögð stjórnar og sjálfboðaliða þar sem allar upplýsingar eru á einum stað. Ungliðastarf hefur orðið markvissara og aukist í framhaldinu. Við höfum auk þess fundið fyrir aukinni velvild í okkar nærumhverfi, jafnt hjá almenningi sem sveitarstjórn og styrktaraðilum“ sagði Jón B. Kristjánsson formaður af þessu tilefni.