Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Júdófélagið Pardus Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

24.03.2023

 

Júdófélagið Pardus fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á ársþingi USAH fimmtudaginn 23. mars síðastliðinn. Það var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhenti Láru Dagnýju Sævarsdóttur, formanni félagsins,  viðurkenninguna. Á myndinni eru frá vinstri, Andri Stefánsson, Lára Dagný og Snjólaug M. Jónsdóttir formaður USAH. 

Við viljum gera kröfur um gæði og innihald þess starfs sem félagið stendur fyrir. Hafa skýrar stefnur í þeim málum sem t.d. varða barna- og unglingastarf, menntun þjálfara og forvarnarstarf”, sagði Lára Dagný Sævarsdóttir af þessu tilefni.