Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

59. ársþing GLÍ

24.03.2023

 

Laugardaginn 11. mars sl. fór fram 59. ársþing Glímusambands Íslands en það var haldið í Þórðarbúð á Reyðarfirði. Á þingið mættu fulltrúar frá sex aðildarfélögum, Þórður Vilberg Guðmundsson var þingforseti og Lísa Lotta Björnsdóttir þingritari.  Farið var yfir bæði starf síðasta árs og verkefnin sem framundan eru.

Á þinginu var kosinn nýr formaður, Margrét Rún Rúnarsdóttir sem tekur við keflinu af Svönu Hrönn Jóhannsdóttur sem gaf ekki kost á sér áfram, en hún var formaður og framkvæmdastjóri í 5 ár. Einnig var kosið í stjórn fyrir starfsárið 2023-2024. Í stjórn sitja nú Guðmundur Stefán Gunnarsson, varaformaður, Jana Lind Ellertsdóttir, gjaldkeri, Einar Eyþórsson, ritari og Brynjólfur Örn Rúnarsson, meðstjórnandi. Í varastjórn sitja Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir, Kristín Embla Guðjónsdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir.

Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ mætti og ávarpaði þingið. 

Afar velheppnað ársþing hjá Glímusambandi Íslands.

Meðfylgjandi mynd er af fráfarandi formanni, Svönu Hrönn og nýkjörnum formanni, Margréti Rún.