50. ársþing SÍL
Laugardaginn 18. febrúar sl. fór fram 50. ársþing Siglingasambands Íslands en það var haldið í Íþróttamiðstöðinni að Engjavegi. Á þingið mættu fulltrúar frá 5 siglingafélögum og var fyrrum formaður Siglingasambandsins, Finnur Torfi Stefánsson, þingforseti. Farið var yfir bæði starf síðasta árs sem og línur lagðar fyrir árið sem er framundan.
Á þinginu var einnig kosið í stjórn og var stjórnin endurkjörin og þar með Gunnar Ólafur Haraldsson endurkjörinn formaður. Ein breyting var á stjórninni en María Sif Guðmundsdóttir kom ný inn í sæti varamanns í stað Ríkarðs Daða Ólafssonar.
Fyrir hönd ÍSÍ voru mættir Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri, sem ávarpaði þingið.
Hægt er að nálgast skýrslu stjórnar hér og þinggerðina hér.
Meðfylgjandi mynd er frá þinginu.