Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

77. ársþingi KSÍ

28.02.2023

 

Laugardaginn síðasta, 25. febrúar, fór fram 77. ársþing Knattspyrnusambands Íslands, en það var haldið í íþróttahúsinu á Torfsnesi á Ísafirði að þessu sinni. 

Vanda Sigurgeirsdóttir er formaður KSÍ en hún var kosin á síðasta ársþingi, árið 2022, til tveggja ára setu. Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í stjórn KSÍ til tveggja ára: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson.  Eftirtaldir aðilar voru kjörnir sem varamenn í stjórn til eins árs: Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, Jón Sigurður Pétursson og Sigrún Ríkharðsdóttir. 

Landshlutafulltrúar til eins árs eru: Oddný Eva Böðvarsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson, Eva DísPálmadóttir og Trausti Hjaltason.

Nokkrar tillögur til lagabreytinga og ályktanna voru teknar fyrir og má finna upplýsingar um þær niðurstöður þeirra hér.

Ársskýrslu KSÍ má finna hér

Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu, ávarpaði þing og annaðist heiðursveitingu til Jóhanns Króknes Torfasonar.

Myndir með frétt