Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Jóhann Króknes Torfason sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

27.02.2023

 

Jóhann Króknes Torfason var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ, æðstu heiðursviðurkenningu sambandsins, við þingsetningu ársþings Knattspyrnusambands Íslands sem fram fór í heimabæ Jóhanns, Ísafirði um síðastliðna helgi. Heiðursviðurkenninguna hlýtur hann fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Vestfjörðum, knattspyrnuhreyfingarinnar og ÍSÍ. Jóhann hefur ávallt borið hagsmuni hreyfingarinnar fyrir brjósti  og vann ötullega að uppbyggingu íþróttamannvirkja á Ísafirði. Hann barðist mikið fyrir því að ríkið kæmi á ferðasjóði til stuðnings íþróttafélögunum í landinu og hefur setið í vinnuhópi ÍSÍ um Ferðasjóð íþróttafélaga allt frá árinu 2007 þegar sjóðurinn varð til með framlagi frá ríkinu og hafnar voru árlegar styrkgreiðslur til íþrótta- og ungmennafélaga vegna ferðakostnaðar á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót. 

Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ afhenti Jóhanni heiðursviðurkenninguna við þingsetninguna og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. 

Þess má geta að Jóhann var einnig sæmdur Heiðurskrossi KSÍ síðar þennan sama dag, fyrir framlag hans í þágu knattspyrnu.

ÍSÍ óskar Jóhanni innilega til hamingju með heiðursviðurkenningarnar!

Mynd/KSÍ.