Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Fréttir af 36. þingi Karatesambands Íslands

21.02.2023

 

Sunnudaginn síðasta, 19. febrúar, fór fram 36. þing Karatesambands Íslands en það var haldið í nýuppgerðum fundarsal á 3ju hæð í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum. Yfir 42 þingfulltrúar frá 9 karatefélögum og -deildum tóku þátt í þingstörfum auk stjórnar sambandsins, sem gerir það eitt fjölsóttasta þing frá stofnun Karatesambandsins.  

Þingforseti var kosinn Hafsteinn Pálsson, 2. vara-forseti framkvæmdarstjórnar ÍSÍ og þingritari Hafþór Sæmundsson, stjórnarmaður KAÍ. Úlfur Hróbjartsson, frá framkvæmdastjórn ÍSÍ, var gestur á þinginu og bar kveðju frá framkvæmdastjórninni. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2022 og reikningar sambandsins fyrir 2022 voru samþykktir einróma.

Á síðasta karateþingi var ákveðið að stofna til milliþinganefndar um endurskoðun laga sambandsins sem lítið höfðu breyst frá stofnun þess árið 1985.  Lagabreytingatillögur nefndarinnar voru lagðar fyrir þingið og tóku lítillegum breytingum í meðförum laga- og leikreglnanefndar. Þau voru samþykkt einróma að lokinni efnismeðferð. Breyttum lögum verður vísað til framkvæmdastjórnar ÍSÍ til samþykktar.

Afreksstefna fyrir árin 2023-2026 var samþykkt einróma og fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 með lítillegum breytingum frá fjárlaganefnd. Nokkur umræða varð undir liðnum önnur mál um starfsmenn á mótum innanlands, stefnu í landsliðsmálum og framkomu á mótum. Einnig hvað væri hægt að gera til að auka sýnileika íþróttarinnar og efla útbreiðslustarfið.

Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ, gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku en fékk mótframboð í embætti formanns frá Ronju Halldórsdóttur, frá Kartefélagi Reykjavíkur. Eftir leynilega kosningu fór svo að Reinharð var endurkjörinn með 35 en Ronja 7 atkvæði. Stjórnin gaf einnig öll kost á sér til áframhaldandi setu en tvö önnur framboð bárust á þinginu, Ronja Halldórsdóttir og Agnes Guðjónsdóttir, báðar frá  Karatefélagi Reykjavíkur. Eftir leynilega kosningu var niðurstaðan að stjórnin var endurkjörin, Sigþór: 39 atkvæði, María: 38 atkvæði, Hafþór: 37 atkvæði og Elías: 31 atkvæði. Ronja: 13 atkvæði og Agnes: 10 atkvæði. Í vara-stjórn var sjálfkjörið, Rut Guðbrandsdóttir, Ronja Halldórsdóttir og Gunnlaugur Sigurðsson.

Á stærri myndinni má sjá nýju stjórnina: Elías, María, Sigþór, Reinharð, Hafþór, Gunnlaugur, Ronja og Rut.  Minni myndin frá fjölsóttu þingi.

Myndir með frétt