Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Fundir forseta ÍSÍ með sambandsaðilum

20.02.2023

 

Nú nýverið fundaði Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, með formönnum sambandsaðila ÍSÍ.  Um er að ræða tvo fjarfundi, annars vegar með formönnum sérsambanda ÍSÍ og hins vegar með formönnum íþróttahéraða ÍSÍ. Fundað var um ýmis mál sem hvíla á íþróttahreyfingunni þessa stundina, svo sem málefni Úkraínu, undirbúning fyrir Íþróttaþing, skipulag skrifstofu ÍSÍ, málefni sjálfboðaliða, þing sambandsaðila og fleira.

Formenn sambandsaðila ÍSÍ eru búsettir um land allt og því eru fjarfundir sem þessir afar hentug leið til að ræða saman og upplýsa um ýmis mál og verkefni sem ÍSÍ og íþróttahreyfingin eru að vinna að hverju sinni.

Forseti ÍSÍ hyggst nýta þá reynslu og þekkingu sem hreyfingin öðlaðist á tímum kórónuveirufaraldursins hvað varðar fjarfundi og funda reglulega með sambandsaðilum í gegnum fjarfundarbúnað, til að bæta og flýta fyrir upplýsingaflæði á milli eininga og geta þannig unnið mál og verkefni hraðar, ef þurfa þykir.