Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Heimasíða Evrópuleikanna 2023 komin í loftið

03.02.2023

 

Þriðju Evrópuleikarnir verða haldnir dagana 21. júní til 2. júlí nk. í Póllandi. Yfirskrift leikanna er „WE ARE UNITY".  Á leikunum munu um 7000 íþróttamenn frá 48 löndum keppa í 29 íþróttagreinum.  24 íþróttaleikvangar verða notaðir undir leikanna á mismunandi stöðum í Póllandi.  Undirbúningur stendur sem hæst en hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar og fréttir á heimasíðunni: 

European Games 2023 - (european-games.org)

Ísland mun taka þátt í leikunum og senda þátttakendur í nokkrum íþróttagreinum en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.