Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2023 lokið

29.01.2023

 

Í gær, laugardag, var Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar árið 2023 slitið við hátíðlega athöfn í borginni Udine á Ítalíu. Fánaberar íslands á hátíðinni voru listskautakonan Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og skíðamaðurinn Bjarni Þór Hauksson.

Fyrr um daginn var keppt í risasvigi sem var síðasta grein leikana. Við Íslendingar áttum þrjá keppendur í keppni í risasvigi sem allir stóðu sig með miklum sóma, en risasvig grein sem er lítið sem ekkert iðkuð hér á landi. Í drengjaflokki náði Matthías Kristinsson 38. sæti og Stefán Gíslason 60. sæti. Esther Ösp Birkisdóttir hafnaði í 49. sæti í stúlknaflokki.

Gríðarlega góð stemming hefur verið innan íslensku hópsins í ferðinni og koma allir reynslunni ríkari heim með góðar minningar í farteskinu og þakklæti fyrir að fá að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.

Myndir með frétt