Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Nökkvi Þeyr og Hafdís íþróttafólk Akureyrar 2022

25.01.2023

 

Nökkvi Þeyr Þórisson knattspyrnumaður úr Knattspyrnufélagi Akureyrar og Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona úr Hjólreiðafélagi Akureyrar voru kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Akureyrar 2022 á sameiginlegri athöfn Íþróttabandalags Akureyrar og Akureyrarbæjar sem haldin var í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 24. janúar síðastliðinn. Við sama tækifæri voru afreksstyrkir veittir til 20 iðkenda íþrótta og viðurkenningar afhentar til 13 aðildarfélaga ÍBA en félögin áttu samtals 215 Íslandsmeistara á síðasta ári, 2022.  

Nánari upplýsingar um kjörið er að finna á heimasíðu Íþróttabandalags Akureyrar, www.iba.is

ÍSÍ óskar Nökkva Þey og Hafdísi innilega til hamingju með titlana og árangurinn á árinu 2022.