Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Ómar Ingi Magnússon Íþróttamaður ársins 2022

29.12.2022

Í kvöld voru úrslit í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna (SÍ) um Íþróttamann ársins 2022 tilkynnt, í beinni útsendingu frá sameiginlegu hófi ÍSÍ og SÍ í Silfurbergi í Hörpu. Það var Ómar Ingi Magnússon handknattleiksmaður, leikmaður Magdeburg í Þýskalandi, sem hreppti heiðursnafnbótina að þessu sinni, annað árið í röð.

Ómar Ingi var með sögulega yfirburði í kjörinu. Hann hlaut 615 atkvæði, aðeins fimm stigum frá fullu húsi. Hann átti frábært ár með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Hann varð þýskur meistari og heimsmeistari félagsliða með liði sínu Magdeburg og var markakóngur EM í handknattleik þar sem íslenska landsliðið lenti í 6. sæti. Ómar Ingi var valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og var næst markahæsti leikmaður hennar.

Í 2. sæti í kjörinu varð knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München. Hún fékk 276 atkvæði, þremur atkvæðum meira en handknattleiksmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem varð í 3. sæti í kjörinu.

ÍSÍ óskar Ómari Inga hjartanlega til hamingju með titilinn.