Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Guðrún Arnardóttir útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ

29.12.2022

 

Guðrún Arnardóttir frjálsíþróttakona var í kvöld tuttugasti og fjórði einstaklingurinn sem er útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti útnefninguna einróma á fundi sínum 24. nóvember sl. Afhending viðurkenningarinnar fór fram í beinni útsendingu RÚV þegar úrslit úr kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2022 voru tilkynnt.

Guðrún er fædd 24. september 1971.

Hún sérhæfði sig í 400 m grindarhlaupi og hennar stærsta afrek var að landa 7. sæti í úrslitahlaupinu á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu árið 2000. Sama ár varð hún í 2. sæti í sömu grein á Grand Prix móti í London, 2. sæti á Grand Prix móti í Linz og í 3. sæti á Grand Prix móti í Mónakó. Guðrún keppti einnig á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996, varð í fyrsta sæti í sínum riðli og síðan 6. í undanúrslitum (semi-finals). Guðrún varð í 9. sæti a HM í Aþenu árið 1997 og í 4. sæti í 400 m grindarhlaupi á EM í Búdapest árið 1998.

Á Smáþjóðaleikunum á Íslandi 1997 hlaut hún fern gullverðlaun, í 200 m, 400 m, 100 m grindarhlaupi og 4x100 m boðhlaupi á á Smáþjóðaleikunum í Andorra 1991 vann hún tvö gull og eitt silfur.

Guðrún varð Norðurlandameistari unglinga í 100 m grind, fimm sinnum Íslandsmeistari á árunum 1998 og 1999 og setti mörg Íslandsmet í spretthlaupum á ferlinum, bæði innan- og utanhúss á árunum 1996 – 2000.

Hún hefur hlotið heiðursviðurkenningu í Bandaríkjum (Drake Relays Hall of Fame) fyrir frábær afrek í 400 m grindarhlaupi á háskólaárum hennar þar í landi.

Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Guðrúnu Arnardóttur í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndasíða ÍSÍ - Guðrún Arnardóttir.

 

Myndir með frétt