Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Hóf íþróttafólks ársins 2022

27.12.2022

 

Fimmtudaginn 29. desember nk. fer fram sameiginlegt hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna (SÍ) þar sem ÍSÍ afhendir viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ og kjör SÍ á Íþróttamanni ársins, Liði ársins og Þjálfara ársins verður tilkynnt. Hófið fer fram í Silfurbergi í Hörpu, tónlistarhúsi. 

Fyrirtækin þrjú sem standa að Ólympíufjölskyldu ÍSÍ, þ.e. Icelandair, Íslensk getspá og Toyota, gefa verðlaunagripi til allra íþróttakvenna og íþróttamanna sérsambanda ÍSÍ.  Listi yfir útnefningar sérsambanda á íþróttafólki ársins verður birtur á heimasíðu ÍSÍ að hófi loknu.

Sýnt verður beint á RÚV þegar kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á ofangreindum heiðurstitlum verður lýst og hefst útsendingin kl. 19:40. Samtök íþróttafréttamanna hafa birt lista yfir topp 10 í kjörinu um Íþróttamann ársins 2022, sem reyndar telur ellefu einstaklinga að þessu sinni þar sem tveir hlutu jafna kosningu. Á listanum er að finna eftirtalið íþróttafólk:

  • Anton Sveinn McKee, sund
  • Elvar Már Friðriksson, körfuknattleikur
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur
  • Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna
  • Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf
  • Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir
  • Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar
  • Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur
  • Sandra Sigurðardóttir, knattspyrna
  • Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur
  • Viktor Gísli Hallgrimsson, handknattleikur

Í kjöri SÍ um Þjálfara ársins 2022 urðu einnig tveir einstaklingar jafnir í kjörinu og á listanum eru því eftirtaldir fjórir þjálfarar:

  • Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik
  • Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu
  • Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik
  • Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handknattleik

Efstu þrjú liðin í kjöri SÍ um Lið ársins 2022:

  • Íslenska karlalandsliðið í handknattleik
  • Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu
  • Valur, meistaraflokkur karla í handknattleik