Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ísland á tvo fulltrúa í EYOA verkefni á Ólympíuhátíðum Evrópuæskunnar 2023

19.12.2022

Verkefnið European Young Ambassadors (EYOA) hefur nú verið keyrt af stað fyrir Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2023, bæði vetrar- og sumarhátíð, en einungis sex mánuðir verða á milli hátíðanna.Vetrarólympíuhátíðin fer fram í Friuli Venezia Giulia á Ítalíu dagana 21. - 28. janúar nk. og Sumarólympíuhátíðin fer fram í Maribor í Slóveníu 23. - 29. júlí nk.

Alls taka 28 ungir fulltrúar frá 25 löndum þátt í verkefninu og á Ísland þar einn fulltrúa. Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir var valin af ÍSÍ úr hópi umsækjenda til þátttöku í verkefninu að þessu sinni og mun hún verða EYOA fulltrúi Íslands á Vetrarólympíuhátíðinni í janúar.

Kristín Valdís Örnólfsdóttir verður svo í leiðtogahlutverki í EYOA verkefninu á bæði Vetrar- og Sumarólympíuhátíðinni 2023 en hún hefur verið valin af Evrópusambandi Ólympíunefnda (EOC), ein af átta einstaklingum, í svokallaðan „Alumni” hóp verkefnisins.

Bæði Aðalbjörg Lillý og Kristín Valdís hafa verið þátttakendur á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar, Aðalbjörg Lillý í alpagreinum skíðaíþrótta og Kristín Valdís á listskautum.

Heildarlisti yfir þátttakendur