Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Afmælishóf Ólymíufara 2022

02.12.2022

 

Stjórn Samtaka íslenskra ólympíufara (SÍÓ) stóð fyrir afmælishófi þann 1. desember. Öllum Ólympíuförum; keppendum, þjálfurum og fararstjórum, var boðið til afmælishófs í tilefni af þátttöku í sumar- og vetrarólympíuleikum árin 1952, 1972, 1992, 2002 og 2012. 

Um fimmtíu manns mættu á hófið. Sýndar voru svipmyndir frá gömlum leikum og fluttu nokkrir Ólympíufarar stutt ávörp og deildu sögum með persónulegum myndum. 

Jón Hjaltalín formaður bar fyrir kveðju frá Ásmundi Bjarnasyni 95 ára, sem er væntanlega elsti núlifandi Ólympíufarinn. Hann keppti í spretthlaupi á Ólympíuleikunum í London 1948 og Helsinki 1952 og einnig á Evrópumótinu í Brussel 1950. Ólympíufarar senda honum kveðju sína þar sem hann býr á dvalarheimili á Húsavík og komst ekki á hófið. Ásmundur er síðasti eftirlifandi Ólympíufarinn frá leikunum í London og Helsinki.

Myndir tók Guðmundur Jakobsson (Gummi Kobba) og eru þær birtar með góðfúsu leyfi hans.

Myndir með frétt