Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Verðlaun Forvarnardagsins afhent á Bessastöðum

28.11.2022

 

Guðni Th. Jóhannesson afhenti á laugardaginn verðlaun í verðlaunaleik Forvarnardagsins 2022 og fór afhendingin fram á Bessastöðum. Að þessu sinni kepptu hópar í grunn- og framhaldsskólum um gerð kynningarefnis í anda Forvarnardagsins. Sigurvegarar í hópi grunnskóla voru nemendur í Borgarhólsskóla á Húsavík, þær Elísabet Ingvarsdóttir, Hildur Gauja Svavarsdóttir og Hrefna Ósk Davíðsdóttir. Í hópi framhaldsskóla voru það nemendur úr Borgarholtsskóla, þau Arnar Már Atlason, Ísold Hekla Þórðardóttir og Óðinn Máni Gunnarsson. 

Við þetta tækifæri fluttu forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Alma Möller landlæknir ávarp en viðstödd voru verðlaunahafar og fjölskyldur þeirra auk fulltrúa þeirra aðila sem standa að Forvarnardeginum. 

Forvarnardagurinn var haldinn þann 5. október í grunn- og framhaldsskólum landsins. Dagurinn er haldinn á hverju hausti og er þá sjónum beint sérstaklega að nemendum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla.

Á Forvarnardaginn ræða nemendur um nýjustu niðurstöður rannsókna á þeirra aldurshópi og hugmyndir sínar um samveru, íþrótta- og tómstundastarf og því að leyfa heilanum að þroskast og hvaða áhrif þessir verndandi þættir hafa á líf þeirra. Á Forvarnardaginn héldu aðstandendur verkefnisins stutt málþing í Austurbæjarskóla í Reykjavík.

Að Forvarnardeginum standa: Embætti landlæknis, Forsetaembættið, Reykjavíkurborg, Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greining, Heimili og skóli, SAFF, Samband sveitarfélaga, Samfés og Skátarnir. 

Myndir með frétt