Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Árlegur fundur EOC

17.10.2022

Árlegur fundur Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC), sem kallast EOC Seminar, fór fram dagana 30. september - 1. október sl. í Ólympíu í Grikklandi. Fulltrúar ÍSÍ á fundinum voru Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ.

Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi ÍSÍ og stjórnarmaður í EOC sat einnig fundinn og flutti þar m.a. skýrslu um Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, vetrar- og sumarútgáfu (EYOWF og EYOF). Líney Rut er formaður EOC EYOF Commission sem ber ábyrgð á þessum verkefnum.

Á EOC Seminar fundum er farið yfir alla helstu málaflokka og verkefni sem tengjast samtökunum og sambandsnefndum þeirra. Farið var yfir ýmis stefnumál og fluttar stöðuskýrslur frá Heimssambandi Ólympíunefnda (ANOC) og Alþjóðaólympíunefndinni (IOC). Á fundinum voru fróðleg erindi um samfélagsmiðla - áskoranir og tækifæri, hagræðingu úrslita, sjálfboðaliðaverkefni og Smáþjóðaleikana, svo eitthvað sé nefnt. Í tengslum við fundinn eru einnig veittar heiðursviðurkenningar af ýmsum toga. Þess má geta að Niels Nygaard, fyrrverandi forseti Danska íþrótta- og ólympíusambandsins (DIF) hlaut European Olympic Laurel Award við þetta tækifæri en Niels var um tíma varaformaður og síðar starfandi formaður EOC.

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri sat einnig undirbúningsfund IOC varðandi Ólympíuleikana í París 2024 sem haldinn var í framhaldi af fundi EOC.

 

 

Myndir með frétt