Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Afreksbúðir ÍSÍ - Lyfjamál í íþróttum

17.10.2022

 

Afreksbúðir ÍSÍ fóru fram um helgina en þær eru ætlaðar iðkendum á aldrinum 15-18 ára sem eru í afreks- eða úrvalshópum hjá sérsamböndunum og eru það sérsamböndin sem tilnefna íþróttafólkið til þátttöku.

Að þessu sinni var boðið upp á fyrirlestur þar sem Birgir Sverrisson framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands fjallaði um lyfjamálin í víðu samhengi. Farið var yfir það hvað íþróttafólk þarf að hafa í huga þegar kemur að lyfjaeftirliti í íþróttum og þar að auki var farið yfir notkun fæðubótarefna og orkudrykkja. Áhugasamir geta kynnt sér starf Lyfjaeftirlits Íslands hér á heimasíðu þeirra en þar er að finna ýmsan fróðleik.

Fyrirlesturinn fór fram í Laugardalnum en þátttakendum bauðst einnig að fylgjast með í gegnum streymi á netinu. Um 35 þátttakendur fylgdust með í sal og um 45 í gegnum streymi. 

Næsti fyrirlestur fer fram þann 19. nóvember og verður það Erlingur Jóhansson prófessor við Háskóla Íslands sem heldur fyrirlestur um svefn og árangur í íþróttum.

Myndir með frétt