Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Vilt þú vera með í Íþróttaviku Evrópu?

15.09.2022

 

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er handan hornsins. Hún er haldin árlega dagana 23.-30. september og er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Verkefnið notar ensku yfirskriftina BeActive til að tengja saman viðburði vikunnar um allan heim.

Vilt þú vera með viðburð, opið hús, opnar æfingar eða annað í Íþróttaviku Evrópu 23. – 30. september? Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

ÍSÍ langar að fá sem flesta með sér í lið við það að hvetja landsmenn til að hreyfa sig og finna sér hreyfingu við hæfi.
Ef þú hefur áhuga á að vita meira og fá frekari upplýsingar og kynningu um hvernig ÍSÍ getur mögulega aðstoðað og fjármagnað verkefnið (að hluta eða öllu leyti) þá er um að gera að setja sig í samband við Hrönn eða Lindu á skrifstofu ÍSÍ fyrir 19. september nk.

Nýung í ár er viðburðurinn „BeActive Night”, laugardaginn 24. september, þar sem áherslan verður á dans í samstarfi við Dansíþróttasamband Íslands.

Ertu með góða hugmynd sem þig langar að koma í framkvæmd? Sendið fyrirspurn á beactive@isi.is og sjáum hvort við getum ekki gert eitthvað sniðugt, heilsueflandi og skemmtilegt saman.

Hér má skoða heimasíðu BeActive (www.beactive.is) og svo erum við líka á Facebook/Instagram (Beactive Iceland)