Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Heimsókn frá nemum í sjúkraþjálfun við HÍ

14.09.2022

ÍSÍ fékk í vikunni heimsókn frá nemum af 2. ári í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Nemarnir, þeir Þorri Starrason, Anton Pétursson og Jóel Bernburg, eru nú í áfanganum Heilsuefling I í sínu námi og fengu það verkefni að kynna sér heilsueflandi verkefni sem eru virk núna og hafa verið um einhvern tíma. Nemarnir fengu kynningu hjá ÍSÍ um heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna, sem ÍSÍ hefur staðið fyrir allt frá árinu 2003. 

Markmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta, auk góðrar hreyfingar. Þátttakendur í verkefninu eru hvattir til að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu á meðan verkefnið stendur yfir og margir þeirra hafa í framhaldinu gert virkan samgöngumáta að lífsstíl. Þátttaka í verkefninu hefur margfaldast frá því að verkefnið hófst.

Myndin er tekin á skrifstofu ÍSÍ, við verðlaunagrip Íþróttamanns ársins sem alltaf vekur verðskuldaða athygli gesta á skrifstofu ÍSÍ.