Hönnunarsamkeppni um lukkudýr Evrópuleikanna 2023
Skipulagsnefnd Evrópuleikanna sem haldnir verða í Póllandi 21. júní til 2. júlí á næsta ári hefur efnt til hönnunarsamkeppni um lukkudýr leikanna. Samkeppnin er opin öllum börnum í Evrópu á aldrinum 5-15 ára og er skilafrestur hugmynda 30. september nk. Senda skal hönnunina/teikninguna á netfangið konkurs@ie2023.pl. Við hönnunina skal hafa staðsetningu leikanna í huga, þ.e. helstu sérkenni borgarinnar og/eða héraðsins, en einnig ólympísk gildi og inntak Evrópuleikanna 2023.
Þetta er spennandi tækifæri fyrir alla áhugasama á viðkomandi aldursbili og vinningar eru ekki af verri endanum. Vinningshafa, ásamt fjölskyldu (að hámarki fjórir einstaklingar) verður boðið til bæði setningar- og lokahátíð leikanna þar sem viðkomandi mun koma til leikvangsins í fylgd lukkudýrsins. Í vinning er einnig varningur tengdur leikunum og sérstaklega merkt eintak af lukkudýrinu.
EOC og ÍSÍ hvetja börn á aldrinum 5-15 ára til að taka þátt í samkeppninni.
Nánari upplýsingar varðandi samkeppnina og skráninguna má finna hér.