Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Góður árangur á EM ungmenna í bogfimi

25.08.2022

Sjö keppendur kepptu fyrir hönd Bogfimisambands Íslands á EM ungmenna utandyra í síðustu viku. Mótið var haldið í Lilleshall í Bretlandi og yfir 300 keppendur frá yfir 30 þjóðum tóku þar þátt.

Kvennalið Íslands í trissuboga náði besta árangrinum á mótinu en það endaði í 5. sæti eftir tap á móti Ítölum í átta liða úrslitum. Liðið sló landsliðsmet í opnun flokki og U21 útsláttarkeppni trissuboga kvenna utandyra í átta liða úrslitunum en það dugði ekki til þar sem ítalska landsliðið sló U21 heimsmetið í leiknum á móti Íslandi. Trissubogalandsliðið skipuðu þær Anna María Alfreðsdóttir úr Akri á Akureyri, Eowyn Marie Mamalias úr Hróa hetti í Hafnarfirði og Freyja Dís Benediktsdóttir úr Boganum í Kópavogi.

Kvennaliðið í sveigboga stóð sig einnig vel og sló íslandsmet í U21 og opnum flokki í undankeppni mótsins.

Íslensku ungmennin vöktu athygli á mótinu þar sem ekki er algengt að smáþjóð sendi svo mörg ungmenni til keppni á EM ungmenna í bogfimi. Þess má geta að samtals voru tíu keppendur frá smáþjóðunum sem keppa á Smáþjóðaleikum og voru sjö þeirra frá Íslandi. 

Bogfimisamband Íslands er næstyngsta sérsambanda Íslands en það var stofnað 1. desember 2019.

Myndir/BFSÍ.

Myndir með frétt