Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ungur liðsauki á EYOF

26.07.2022

 

Með íslenska hópnum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í Slóvakíu þessa dagana er Ólafur Árdal Sigurðsson, ungur liðsauki sem aðstoðar fararstjórana í hópnum við fréttaskrif og birtingu á efni á heimasíðu og samfélagsmiðlum ÍSÍ á meðan á hátíðinni stendur ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í ferðinni.

Ólafur var valinn úr hópi umsækjenda en hann stundaði nám í hönnun og framleiðslu á fjölmiðlaefni og stafrænni markaðssetningu undanfarin ár í Erhvervsakademi Sydvest (EASV) í Esbjerg í Danmörku. Hann var samfélagsmiðla- og markaðsstjóri hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar í 10 vikna starfsnámi á vegum EASV og hefur fjölbreytta reynslu af vinnslu með myndefni og af samfélagsmiðlum. Ólafur var sjálfur keppandi í sundi og stundaði þá íþrótt í 14 ár.