Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Tvö ár í Ólympíuleikana í París!

26.07.2022

 

Í dag, 24. júlí, eru tvö ár í Sumarólympiuleikana í París sem fara munu fram dagana 26. júlí til 11. ágúst árið 2024. Af því tilefni birti Alþjóðaólympíunefndin lista yfir 24 áhugaverðar staðreyndir um leikana. 

Árið 2024 verða 100 ár frá að París var síðast gestgjafi Ólympíuleika, árið 1924. Þegar leikarnir hefjast þá kemst París í flokk með London sem einu borgirnar sem hafa þrisvar verið gestgjafar Ólympíuleika. Leikarnir voru í París árið 1900, 1924 og verða svo 2024. London var gestgjafi leikanna 1908, 1948 og 2012.

Setningarhátíð leikanna verður ekki haldin á leikvangi heldur á ánni Signu. Án efa verður hátíðin tilkomumikil við þær aðstæður og mun fleiri geta fylgst með henni þar heldur en ef hún færi fram á leikvangi.

Um 10.500 keppendur verða á leikunum og um 45.000 sjálfboðaliðar munu starfa við þá. Alls verða keppnismannvirkin 35 talsins og verða 14 keppnissvæði þar sem keppt verður í 24 íþróttagreinum staðsett innan við 10 km frá Ólympiuþorpinu. Ýmis keppnissvæði verða staðsett við þekkt kennileiti borgarinnar og má þar t.d. nefna keppni í strandblaki, sem verður staðsett við Eiffelturninn. Nokkrar greinar fara fram utan Parísar, t.d. hluti af knattspyrnukeppninni, handknattleikur, siglingar og brimbrettakeppnin.

10 milljón aðgöngumiða verða til sölu fyrir leikana og mun salan að þessu sinni eingöngu fara fram í gegnum eina vefsíðu

Ein íþróttagrein hefur bæst við frá síðustu leikum og er það breikdans en einnig hafa verið gerðar breytingar í nokkrum keppnisgreinum, t.d. í siglingum, kanósiglingum og klifri.