Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Íslendingar á Heimsleikunum (World Games)

08.07.2022

 

Heimsleikarnir - World Games 2022 standa nú yfir í Birmingham, Alabama í Bandaríkjunum og var setningarhátíð leikanna haldin í gær. Leikarnir standa yfir dagana 7.-17. júlí og munu 3.600 keppendur frá 104 löndum taka þátt í 34 íþróttagreinum. Heimsleikarnir eru haldnir fjórða hvert ár, sumarið eftir Sumarólympíuleika.

Þrír íslenskir keppendur taka þátt í leikunum, þau Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyftingamaður og dansparið Hanna Rún Óladóttir Bazev og Nikita Bazev.

Fyrsti keppnisdagur mótsins er í dag föstudaginn 8. júlí og munu þau Hanna Rún og Nikita keppa í latíndönsum kl. 20:00 á CET tíma eða um kl. 01:00 í nótt að íslenskum tíma.  Hanna Rún og Nikita kepptu á undanmóti mótsins fyrr á árinu en einungis 16 bestu danspör heims í WDSF komust á þessa heimsleika og því er þetta mikið afrek hjá þeim hjónum.

Júlían keppir í 120+kg flokki í kraftlyftingum á leikunum en hægt er að fylgjast með íslensku íþróttamönnunum á síðu Heimsleikanna í beinu streymi.

Dagskrá leikanna.

Heimsleikarnir eru fjölíþróttaviðburður sem haldinn er á fjögurra ára fresti af samtökunum International World Games Association (IWGA), skipulagður með stuðningi Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). Þrjátíu og sjö alþjóðasérsambönd íþrótta eiga aðild að samtökunum.

Myndir/DSÍ

Myndir með frétt