Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Frétt frá EU Sport Forum

24.06.2022

 

Evrópuráðstefnan „EU Sport Forum” var haldið í ár í Lille í Frakklandi dagana 16. og 17. júní. Fundinn sóttu fyrir hönd ÍSÍ þær Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs og Linda Laufdal, verkefnastjóri. Áður en formleg dagskrá hófst var haldin kynning á Erasmus+ styrkjakerfinu. 

Dagskrá viðburðarins var fjölbreytt, fróðleg og skemmtileg. Mariya Gabriel – framkvæmdastjóri nýsköpunar, menningar, menntunar og æskulýðsmála hjá framkvæmdastjórn ESB bauð gesti velkomna og setti ráðstefnuna formlega ásamt Damien Castelain, forseta Métropole Européenne de Lille. Fyrst á dagskrá var samstaða með Úkraínu, svokallað „framlag frá íþróttum”. Vadym Huttsait, ráðherra ungmenna og íþrótta í Úkraínu og Sergei Bubka, forseti Ólympíunefndar Úkraínu fóru yfir stöðuna og mikilvægi samstöðu Evrópu við Úkraínu á meðan á stríði stendur og ekki síður eftir að því lýkur. Mikil óvissa er um framtíð íþrótta, stöðu íþróttamannvirkja og ýmissa annarra þátta vegna ástandsins. Að erindunum loknum sýndu ráðstefnugestir samstöðu sína með miklu lófataki.

Í pallborðsumræðum var til umræðu annars vegar; íþróttir í Evrópu: Sanngirni (fair), inngilding (inclusive) og hæfni til framtíðar (fit for the future) og hins vegar; sjálfbærni í íþróttum og umhverfi þeirra: Skil á evrópska græna samningnum og nýja evrópska „Bauhaus“ (Sustainable sport: delivering on European Green Deal and the New European Bauhaus). Að panel loknum tók við kynning frá Métropole Européenne de Lille (MEL) fyrir Ólympíuleikana, Ólympíuleika fatlaðra 2024 ásamt HM í ruðningi 2023 á MEL svæðinu. 

Á dagskrá voru erindi um lykilþættir og gildi evrópsks íþróttalíkans (Key principles and values of a European Sport Model) og eflingu íþróttafólks (Empowering athletes), hvernig stuðla megi að jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu í íþróttum (Drive equality, diversity & inclusion in sport) og hlutverk íþrótta við að verja og koma á framfæri evrópskum grundvallargildum (Parallel session: The role of sport in defending and promoting European fundamental values). Einnig kynnti Laurent Petrynka, forseti Alþjóðlegu skólaíþróttasamtakana samtökin og hvernig skólaíþróttir geta eflt unga fólkið til langs tíma litið.  

Til að loka EU Sport Forum 2022 stigu á svið Amélie Oudéa-Castéra, íþróttamálaráðherra í Frakklandi (Minister of Sport and Olympic and Paralympic Games of France), Filip Neusser, forseti íþróttamálaskrifstofu Tékklands (President of the National Sports Agency of the Czech Republic) og Viviane Hoffmann, Deputy Director General of DG EAC, European Commission.